María Ólafsdóttir
Textagerð/ ritstjórn/markaðsefni
Copy writing/Editorial/ Marketing
Með þeirra orðum
Umsagnir og meðmæli
María vann störf sín af samviskusemi og hafði gott vald á textavinnu á íslensku. María var vel virk í starfsmannahópnum og félagslífi hans. Hún féll vel inn í hópinn og átti mjög góð samskipti og samstarf við samstarfsfólkið sem líkaði vel við hana. María hefur góða nærveru og er jákvæð og uppbyggileg.
Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst
María vann sem ritstjóri við árlegt blað Ljóssins. Hún er samviskusöm og það er hægt að treysta á að hún skili verkefnum á réttum tíma. Eins hefur hún gott vald á íslensku og allur texti er settur fram af vandvirkni. María hefur góða nærveru og ég gef henni mín bestu meðmæli.
Erna Magnúsdóttir, forstöðukona Ljóssins, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Skapandi, skemmtileg og snillingur í textagerð.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur